Ekki benda á mig sagði...........

Er það virkilega málið að enginn ætlar að "axla ábyrgð" og segja af sér. Ég spyr.

Er alveg sama í hvaða stöðu fólk er hér?Nú er það að koma fram að "sumir" vissu að þetta færi svona. "það var búið að vara við þessu".  Þeir eru ófáir sem koma nú og upplýsa um visku sína.

Ég bý í bananalýðveldinu Íslandi.Það sitja allir sem fastast og benda á næsta mann. Í alvöru, er þetta það sem koma skal ?Það hefur einfaldlega komið í ljós að tengsl milli stjórmála og efnahagslífs hefur ekki verið rofið, sennilega vegna þess hversu landið er í raun fámennt. Nú þurfa allir að svara óþægilegum spurningum um eignartengsl, krosseignatengsl, frændsemi og tengsl við viðskiptalífið og vona að landinn "gleymi" þeim sem fyrst.  

Ég vona að tími gleymskunnar sé liðinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Ekki miklar líkur á því, því miður.

Heimir Tómasson, 1.12.2008 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband