Íslenska knattspyrnulandsliðið


Það er kominn tími á að skipta út forystu KSÍ, þjálfaranum og endurnýja liðið að stórum hluta. Við eigum mjög efnilega knattspyrnumenn sem þurfa að komast inn í liðið svo hægt sé að byggja upp nýtt lið. Einnig er gott að endurnýja hjá KSÍ og fá ferska vinda inn í starfið. Það er orðið vandræðalegt að lesa eftir hvern leikinn á fætur öðrum að þjálfarinn hafi verið svekktur !

Það þarf að byrja upp á nýtt og breyta hugarfarinu.


Sameining sveitafélaga

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort sameining sveitafélaga í kringum höfuðborgarsvæðið væri raunhæfur kostur.

Það virðist í fljótu bragði steinliggja að einfalda stjórnskipulagið hjá sveitarfélögunum og hagræða eða hvað ?

 


Bankar


Hef verið að velta því fyrir mér hvort það þurfi ekki einnig að hlúa að þeim viðskiptavinum bankanna sem eru ekki í vandræðum en hugsanlega gætu lent í vandræðum. Það virðist vera nokkuð stór hópur sem er við það að komast í vandræði en getur staðið í skilum enn.

Ekki benda á mig sagði...........

Er það virkilega málið að enginn ætlar að "axla ábyrgð" og segja af sér. Ég spyr.

Er alveg sama í hvaða stöðu fólk er hér?Nú er það að koma fram að "sumir" vissu að þetta færi svona. "það var búið að vara við þessu".  Þeir eru ófáir sem koma nú og upplýsa um visku sína.

Ég bý í bananalýðveldinu Íslandi.Það sitja allir sem fastast og benda á næsta mann. Í alvöru, er þetta það sem koma skal ?Það hefur einfaldlega komið í ljós að tengsl milli stjórmála og efnahagslífs hefur ekki verið rofið, sennilega vegna þess hversu landið er í raun fámennt. Nú þurfa allir að svara óþægilegum spurningum um eignartengsl, krosseignatengsl, frændsemi og tengsl við viðskiptalífið og vona að landinn "gleymi" þeim sem fyrst.  

Ég vona að tími gleymskunnar sé liðinn.


Bananalýðveldið Ísland

Í kvöld eftir Kastljósþátt var það endanlega staðfest að við erum íbúar í Bananalýðveldi.

það axlar engin ábyrgð í þessu þjóðfélagi og það mun engin axla ábyrgð.

Ég minni á forsætisráðherra í Tailandi sem kom fram í matreiðsluþætti og þáði laun fyrir. Hann var látinn segja af sér sem forsætisráðherra því hann var talinn misnota aðstöðu sína.

Í alvöru, hvað er málið ?

 

 


Atkins

Dr. Atkins skrifaði fyrstu bók sína um Atkins kúrinn 1972. Síðan hafa margir prófað þessa megrunarleið. Lykilatriðið er að borða engin kolvetni. það er meira en að segja það því kolvetni eru í mjög mörgu. Pasta, brauð og hvítt hveiti er á bannlistanum. Maður getur ekki fengið sér pizzu, pylsu eða ristað brauð. Þess í stað er fita borðuð í meira magni og látin koma í stað fyrir kolvetni. Þetta á víst að auka brennsluna og hraða fitulosun.

Hver ætli reynslan af slíkri aðferð sé?

Gaman væri að fá skoðanir.


óháður framsóknarmaður

Framsóknarfólk hljóta að hafa kosið hana í síðustu kosningum. Nú er hún gengin úr flokknum en ætlar að sitja sem óháður borgarfulltrúi og vera í minnihluta gegn Sjálfstæðisflokki og FRAMSÓKNARFLOKKI !
Sitja sem óháður með kjörfylgi sem Framsóknarmaður ?


mbl.is Marsibil segir sig úr Framsóknarflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausir flekar á Boeing

ICE hefur misst hjólahlíf á svipuðum slóðum fyrir nokkrum árum. Það var Boeing vél.
Hlífin endaði í garði hjá eldri hjónum.

Smartkort.....


Kannski var það ekki svo smart að fá Smartkort í vagna Strætó BS.

Merkilegt hvað hægt er að gera mikið fyrir 400.000 mills eða þannig.

Það hlýtur að verða gerð stjórnsýsluúttekt á þessu verkefni.


Strætó BS

Nú eru fyrirhugaðar breytingar á leiðarkerfinu, þ.e. tímatöflu þess í sumar. Vagnarnir munu aka á 30 mínútna fresti og svo er jafnvel verið að ræða um að setja einhverja á klst. frest á þeim leiðum sem minnst eru notaðar. Það hefur tekist að ná fjölda farþega niður í sögulegt lágmark með því að vera sífellt að breyta og "bæta" kerfið. Allt þetta kostar peninga og er því miður ekki að skila nógu góðum árangri. Nýtt gjaldkerfi sem styður skólakortin kostaði hundruð milljóna kr. en nú er verið að tala um að prófa að gefa frítt í vagnana til reynslu. Það þarf að hafa skýra stefnu hvað þessi mál varða og láta hagsmuni fyrirtækisins  ráða en ekki pólitískar ákvarðanir sem oft hafa ekki heildarhagsmuni farþegana að leiðarljósi.

Setja þarf í gang öfluga herferð til að gera Strætó að meira aðlagandi ferðamáta og hvetja fólk til að nota vagnana. Það þykir ekki fínt að ferðast með þeim og er það kannski líka þjóðfélagi okkar um sem er mega neysluþjóðfélag. Reykjavíkurborg ætti að vera að vinna að því fullum fetum að auka farþegafjölda í vögnunum og fækka umferð einkabíla svona til að geta státað sig af minni mengun osfrv.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband