Færsluflokkur: Bloggar
18.5.2007 | 08:22
Ný Ríkisstjórn
Jæja,
Maður getur ekki alltaf verið sannspár. Það eru yfirgnæfandi líkur á því að D og S fari í samstarf og það verður áhugavert að fylgjast með því hvernig það gengur. Eitt er víst að Geir verður í forsætisráðuneytinu. Spurning hvort Ingibjörg fái Menntamálin, félagsmálin og umhverfis. Geir verður með Forsætis-, fjármála-, og utanríkisráðuneytið. Það sem er mest spennandi í þessu öllu að sjá hvernig ný stjórnarandstaða á eftir að vinna saman með Jón og Steingrím í forystu...... hm.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2007 | 22:53
Til hamingju Sjálfstæðisfólk
Við megum vera stolt af okkar fólki. Flokkurinn styrkist um 3 á landsvísu sem er skrambi gott eftir þetta langa stjórnarsetu.
Það er umhugsunarefni hvað er að gerast með Framsóknarflokkinn. Samkvæmt þessu hefur hann fengið mjög rækilega áminningu um sín störf og tel ég að formannsskipti á tímabilinu hafi eitthvað að segja um vægast slakt gengi hans. Flokkurinn þarf að hugsa taktikina upp á nýtt og skoða hvað fór úrskeiðis í þéttbýlinu.
Ég tel að fyrsti kostur sé að halda óbreyttu stjórnarmunstri og líst illa á R lista hópinn. Það vita allir hvernig það endaði í borginni. 2 flokkar i stjórn hefur gefist best hér á litla Íslandi. D og V yrði einsdæmi í sögunni enda flokkarnir á sitthvorum enda litrófs stjórnmálana og ég tek ekki fýsilegan kost. Geir og Jón landa þessu í vikunni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)